BE HEALTHY, BE HAPPY, BE YOU... THE HAPPIEST 5K ON THE PLANET!

The Color Run by Alvogen

Hlauptu og skemmtu þér í gegnum 5km litapúðurssprengju

UPPSELT!

Uppselt er í The Color Run by Alvogen í ár

The Color Run verslunin opnar í Smáralind

Uppfærðu 5km sumarfríið þitt með skemmtilegum The Color Run varningi sem seldur er í The Color Run búðinni sem opnuð hefur verið á annarri hæð í Smáralind við innganginn næst Debenhams. Þangað sækja allir hlaupagögnin fyrir hlaup og geta verslað stórskemmtilegt The Color Run dót í leiðinni.

Hvað er Tropicolor?

Komdu með í 5km langt suðrænt sumarfrí í miðbæ Reykjavíkur

Takk fyrir síðast

Kíktu á stemninguna frá því sumarið 2015

HVAR OG HVENÆR?

 

DAGSETNING:
Laugardaginn 11. júní 2016

TÍMI:
09:00 Upphitun
11.00 Fyrsti ráshópur

STAÐUR:
Hljómskálagarður, Reykjavík

Mætið tímanlega. Það verður tónlist, upphitun og allt mögulegt til að koma öllum í rétta gírinn eins og þeir sem mættu í fyrra geta vitnað um.

Allir hlauparar skulu vera í The Color Run by Alvogen hlaupabol með hlaupanúmer til að taka þátt.

Ræst verður út í nokkur hundruð manna hollum á nokkurra mínútna fresti. Þeim sem stefna á að fara með hraði í gegnum brautina er bent á að vera í fyrstu ráshópum.

TAKTU ÞÁTT Í LITRÍKASTA VIÐBURÐI ÁRSINS!

Sem litahlaupari í The Color Run by Alvogen verður þú, ásamt þúsundum annarra þátttakenda, litaður frá toppi til táar við hvern kílómeter sem þú klárar. Í hverju litahliði verður tekið á móti þér með tónlist, skemmtun og nýjum lit.
Þetta snýst ekki um að klára hlaupið á sem skemmstum tíma heldur að hafa gaman og njóta þess að taka þátt. Það mun enginn vinna hlaupið því það er engin tímataka. Þvert á móti hvetjum við alla til að taka sér tíma í að fara í gegnum litabrautina og njóta upplifunarinnar.
Við endamarkið verður síðan epískt litapartý, skemmtidagskrá, stuð og stemning fyrir framan stóra sviðið í Hljómskálagarðinum.
Startpakkinn
Allir sem kaupa miða í The Color Run fá:
  • The Color Run hlaupabol
  • Hlaupanúmer
  • Poka af litapúðri
  • The Color Run tattoo
  • Topp
Frítt fyrir 8 ára og yngri
Athugið að börn 8 ára og yngri hlaupa frítt í fylgd foreldra.
Hóptilboð?
Ertu að spá í að leiða vinahóp, saumaklúbb eða fyrirtæki í litahlaupið? Sendu okkur línu á island@thecolorrun.com

Með aðeins tvær leikreglur geta allir verið með í The Color Run by Alvogen

1. Þú skalt vera í hvítum bol þegar þú byrjar

2. Þú verður litabomba þegar þú kemur í endamarkið

FINNDU OKKUR:

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN

Fáðu nýjustu fréttir og upplýsingar af The Color Run by Alvogen fyrir komandi hlaup.

Hér getur þú skráð þig á póstlistann

 

×