Styrktarsjóður The Color Run by Alvogen

Samfélagssjóður The Color Run og lyfjafyrirtækisins Alvogen hefur úthlutað 11 milljónum til styrktar góðgerðarfélaga vegna verkefna sem tengjast réttindum og velferð barna á Íslandi. Auk þess hefur íþróttahreyfingin á Íslandi notið styrkja fyrir aðstoð við framkvæmd hlaupsins. Árin 2015 og 2016 hlutu UNICEF, Vertu næs verkefni Rauði krossinn, Íþróttasamband fatlaðra og Reykjadalsverkefni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Ekki er búið að upplýsa hvaða góðgerðarfélög hljóta styrk árið 2017 en það verður gert áður en langt um líður.

Í Reykjadal vinnur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra að endurnýjun húsnæðis en árlega koma um 300 fötluð og langveik börn til sumar- og helgardvalar. Reykjadalur gefur börnum og ungmennum sem þurfa sérstaka þjónustu vegna fötlunar tækifæri til að komast í sumarbúðir líkt og stendur jafnöldrum þeirra til boða. Styrkurinn verður notaður í uppbyggingu á nýjum litagarði með litríkum leiktækjum í hjarta svæðisins.

Vertu næs verkefni Rauða krossins er kynningarátak gegn fordómum í íslensku samfélagi undir nafninu „Vertu næs“ og hefur samfélagssjóður The Color Run og Alvogen hafa styrkt við þetta verkefni frá upphafi þess árið 2015. Áfram verður unnið að vitundarvakningu um fjölmenningarsamfélag á Íslandi sem tekur á fordómum gagnvart uppruna fólks, kynþætti eða litarhafti.

Framlag The Color Run by Alvogen til UNICEF á Íslandi rann til baráttu félagsins fyrir réttindum og velferð barna á heimsvísu og hefur styrkurinn verið nýttur þar sem þörfin er mest hverju sinni og nýtir UNICEF féð til að bæta stöðu barna.

Styrkurinn til Íþróttasambands fatlaðra var notaður í að útbreiða og kynna íþróttir fatlaðra, meðal annars í kringum fyrsta Paralympic-daginn í október 2015, Frístundahreysti og endurgjaldslausar sundæfingar fyrir fötluð börn og ungmenni í Grindavík þar sem enginn starfandi íþróttaklúbbur fyrir fatlaða er starfandi í bæjarfélaginu.

Styrktarsjóður The Color Run í boði Alvogen styrkir góð málefni og leitast í hvívetna eftir samstarfi með félögum er varða réttindi og velferð barna. Hafir þú hugmynd eða tillögu að því hvernig við getum unnið saman, endilega sendu línu í gegnum styrktarform á alvogen.is. Við viljum endilega heyra frá þér.

Alveg geggjað bara. Þetta var æðislegt. Þetta er bara svona fjölskylduskemmtun.
Þetta var bara miklu skemmtilegra heldur en ég átti nokkurn tímann von á. Ég alveg definately kem á næsti ári ef þetta verður aftur.
Þetta var hrikalegt. Það skemmtilegasta sem ég hef einhvern tímann gert. Bara VÁÁÁÁÁÁ!
Þetta var geðveikt gaman sko. OMG. Að dansa í gegnum hliðin sko.
Komið á næsta ári. Þetta er geðveikt. VÁÁÁÁÁ. Oh my god. Þetta er geðveikt.