SAGAN

Hlauptu og skemmtu þér í gegnum 5 km langa litapúðurssprengju! The Color Run er ekkert venjulegt hlaup heldur er upplifun og skemmtun þátttakenda höfð í fyrirrúmi. Eitt er víst. Þú byrjar hlaupið í hvítu og endar í öllum regnbogans litum.

The Color Run var fyrsta litahlaupið í heiminum og var fyrst hlaupið árið 2012 í Phoenix, Arizona og var það Bandaríkjamaðurinn Travis Snyder sem kom þessu hlaupi á laggirnar til að hvetja bæði atvinnu- og áhugahlaupara til að hlaupa saman til gamans. Hlaupið hefur farið sigurför um heiminn því um er að ræða einstakan fjölskylduviðburð sem haldinn hefur verið í meira en 40 löndum og meira en sex milljónir manna hafa tekið þátt. Í dag er þetta stærsta viðburðaröð í heimi og er The Color Run orðið tröllvaxinn viðburður.

Litahlaupið hefur verið haldið árlega fyrsta laugardag júnímánaðar síðan fyrsta hlaupið fór fram þann 6. júní 2015. The Color Run á Íslandi verður því 5 ára þegar haldið verður upp á afmælið með pompi og pragt laugardaginn 1. júní 2019.

Á hverju ári er ákveðið þema í litahlaupinu. Árið 2015 var þemað Shine, 2016 var það Tropicolor, 2017 var það Dream og 2018 var það Hero Tour. Árið 2019 kemur Love Tour til Íslands.

LITIR + HLAUP = HÁTÍÐ!

Þetta snýst ekki um að hlaupa 5 kílómetra á sem skemmstum tíma heldur að hlaupa á þeim hraða og tíma sem þér finnst hæfilegt og gaman. The Color Run er nefnilega ekki kapphlaup heldur hlaup þar sem þúsundir þátttakenda skemmta sér konunglega á meðan þeir verða hjúpaðir lit frá toppi til táar. Í lok hvers kílómetra er hlaupið í gegnum litastöð með tónlist, skemmtun og nýjum lit og við endamarkið keyrir allt um koll með risavaxinni endamarkshátíð þar sem litadýrðin verður gerð ógleymanleg upplifun. Þetta verða hamingjusömustu og skemmtilegustu 5 kílómetrar sumarsins!

ALLIR HLAUPA MEÐ

The Color Run er fyrir alla, konur með hár og kalla með skalla, allt frá 2ja ára til 80 ára (jafnvel 102 ára). Sumir hlaupa til að koma í gang betri lífsstíl á skemmtilegan hátt á meðan aðrir hlaupa bara til að skemmta sér með vinum sínum. Þátttakendur geta hlaupið einir sér eða í smærri hópum og sumir hlaupa með ákveðinn tilgang. Hvort sem þú ert gamall brokkari eða afreksíþróttamaður þá mun The Color Run verða eftirminnilegustu og litríkustu 5km í þínu lífi!

SVONA FER HLAUPIÐ FRAM

Sem litahlaupari í The Color Run verður þú, ásamt þúsundum annarra þátttakenda, lituð/aður frá toppi til táar við hvern kílómetra sem þú klárar. Í hverju litahliði verður tekið á móti þér með tónlist, skemmtun og nýjum lit.

Þetta snýst ekki um að klára hlaupið á sem skemmstum tíma heldur að hafa gaman og njóta þess að taka þátt. Það mun enginn vinna hlaupið því það er engin tímataka. Þvert á móti hvetjum við alla til að taka sér tíma í að fara í gegnum alla litabrautina og njóta upplifunarinnar.

Með aðeins tvær leikreglur geta allir verið með í The Color Run:

  • 1Þú skalt vera í hvítum bol þegar þú byrjar!
  • 2Þú verður litabomba þegar þú kemur í endamarkið!

Við endamarkið verður síðan epískt litapartý, skemmtidagskrá, stuð og stemning fyrir framan sviðið.

 

HAMINGJUBOMBA
Við köllum The Color Run “The happiest 5km on the planet” vegna þess að hlaupið okkar færir saman vini og vandamenn í einstaka skemmtun og hátíð. Línan er lögð af Travis Snyder, manninum á bak við The Color Run. Við setjum hamingjuna í forgrunn. Lífið snýst um ánægju og að líða vel. Þess vegna skal The Color Run vera hamingjusamasta hlaupið á jörðinni.

ÞÚ GETUR UNNIÐ MIÐA Á FACEBOOK

Viltu vinna miða í hlaupið? Lækaðu Facebook síðu The Color Run Ísland. Við erum reglulega með keppnir og tilboð þar sem vinir síðunnar geta unnið varning og þátttökurétt í hlaupinu.

VILTU VERÐA LITABOMBA?

Okkur vantar skemmtilegt fólk í skemmtileg verkefni sem tengjast hlaupinu. Þetta verður frábært. Ef þú hefur áhuga á að vera litabomba, sendu okkur endilega póst á island@thecolorrun.com.