COVID-19

Í ljósi afléttingaráætlunar stjórnvalda hefur The Color Run Reykjavík, sem fara átti fram 5. júní, verið fært til 28. ágúst 2021. Ekki er gert ráð því að samkomutakmarkanir verði í gildi þegar viðburðurinn fer fram. Fari svo að einhverjar samkomutakmarkanir verði í gildi þá munu skipuleggjendur hlaupsins gera allt sem í þeirra valdi stendur til að færa landsmönnum þennan mikla gleðiviðburð á sem öruggastan hátt og telja fyrirkomulag hlaupsins nægilega sveigjanlegt til að svo megi verða.

Gripið verður til ýmissa ráðstafana varðandi framkvæmd viðburðarins til að koma til móts við þau tilmæli sem almannavarnir hafa uppi á þeim tíma og einnig til að gefa þátttakendum það svigrúm sem þeir vilja til að halda fjarlægð við aðra gesti. Meðal þess er að boðið verður upp á meiri sveigjanleika með ræsingartíma, auk þess sem viðburðarsvæðið þar sem þátttakendur koma saman fyrir og eftir hlaup verður stækkað. Öryggi og heilsa okkar þátttakenda og starfsfólks mun alltaf verða í forgangi hjá okkur.

Við erum þakklát stuðningi ykkar sem hluta af The Color Run samfélaginu og þökkum fyrirfram fyrir áframhaldandi stuðning og skilning. Saman komumst við í gegnum þetta og hlakkar okkur til að fagna saman með enn stærra og betra litahlaupi næsta sumar, þegar tíminn er réttur. 

Með þökk fyrir þolinmæðina.

Starfsfólk The Color Run á Íslandi

Samstarfsaðilar