COVID-19

Vegna útbreiðslu COVID-19 vírusins og afleiðinga hans hefur The Color Run viðburðum ársins verið frestað til 2021. Frestun viðburða eru viðbrögð við óskum Almannavarna um lágmörkun hópamyndunar og ónauðsynlega nánd við óskylda og ótengda aðila. Öryggi og heilsa okkar þátttakenda og starfsfólks mun alltaf verða í forgangi hjá okkur.

The Color Run hefur verið árlegur viðburður á Íslandi frá árinu 2015 og hafa hátt í 60.000 manns tekið þátt í þessum litríkasta viðburði í heimi hér á landi. Hamingja og skemmtun einkennir litahlaupið og hefur okkur hlakkað mikið til að eiga með ykkur dag fylltan gleði, tónlist og lit en við getum aðeins gert það þegar tíminn er réttur. Því höfum við fært viðburðinn í Reykjavík til 5. júní 2021 og viðburðinn á Akureyri til 31. júlí 2021. 

Við erum þakklát stuðningi ykkar sem hluta af The Color Run samfélaginu og þökkum fyrirfram fyrir áframhaldandi stuðning og skilning. Saman komumst við í gegnum þetta og hlakkar okkur til að fagna saman með enn stærra og betra litahlaupi næsta sumar, þegar tíminn er réttur. 

Með þökk fyrir þolinmæðina.

Starfsfólk The Color Run á Íslandi

Samstarfsaðilar