Aðal viðburðarsvæðið verður á grasinu við Suðurlandsbraut til móts við Glæsibæ, sunnan við Húsdýragarðinn.
Dagskrá The Color Run 2023
09.00 Laugardalurinn opnar
09.30 Upphitun hefst á sviði
10.45 Opnað í startrennunna
11.00 Fyrsti ráshópur fer af stað og svo 3-500 manns á 2-3 mín fresti
11.45 Síðasti ráshópur fer af stað (áætlað)
12.30 Eftirpartý hefst við sviðið með litabombum á ca. 10 mínútna fresti
14.00 Áætluð lok
Ræst er út frá aðalsvæðinu og hlaupið á göngu- og hjólastígum meðfram Suðurlandsbrautinni til móts við Reykjaveg og beygt til hægri samhliða Reykjavegi í átt að Laugardalsvelli þar sem fyrsta litahlið hlaupsins er staðsett. Því næst er hlaupið meðfram Þróttaraheimilinu og beygt til vinstri í átt að Þvottalaugunum í Laugardal í litla slaufu áður en komið er að öðru litahliði hlaupsins sem staðsett er á stígnum ofan við Þvottalaugarnar og því næst hlaupið umhverfis Grasagarðinn í átt að Holtavegi. Þegar komið er til móts við hús KFUM og KFUK er beygt til hægri umhverfis Húsdýragarðinn og er þriðja litahlið hlaupsins til móts við TBR heimilið. Við Engjaveg er beygt til hægri og hlaupið aftur inn í átt að Grasagarðinum meðfram Húsdýragarðinum og er fjórða litahliðið staðsett á sama stað og annað litahliðið, við Þvottalaugarnar. Þaðan er farið eftir stuttum stíg upp á Engjaveg sem hlaupinn er til austurs, framhjá Skautahöllinni í átt að aðalsvæðinu þar sem fimmta og síðasta litahlið hlaupsins verður við endamarkið.
Hlaupaleiðina má sjá myndrænt á meðfylgjandi korti þar sem einnig má sjá litastöðvar hlaupsins.