Skilmálar

Almennir skilmálar

 1. Eftirfarandi skilmálar ná til þátttakanda og The Color Run og fela í sér skráningu í hlaup á vegum The Color Run og samþykki þátttakanda við því að hlíta skilmálunum.
 2. The Color Run ber ekki ábyrgð á heilsu þátttakenda í hlaupum á vegum þess, á meðan hlaupinu stendur né í tengslum við það. Þá ábyrgist The Color Run eða starfsmenn þess og samstarfaðilar ekki tjón, hvorki líkamlegt né fjárhagslegt, sem hlauparar verða fyrir vegna þátttöku í hlaupinu.
 3. Sá aðili sem skráir fleiri en sjálfan sig í hlaupið samþykkir að veita The Color Run heimild til að nota skráningarupplýsingar í tengslum við viðburðinn. Þá er hann einnig ábyrgur fyrir að kynna skilmála hlaupsins fyrir þeim sem hann skráir. Ef þau hin sömu eru ekki tilbúin til að samþykkja skilmála hlaupsins verður skrifleg athugasemd að berast The Color Run innan tveggja sólarhringa frá skráningu.
 4. Aðstandendur The Color Run áskilja sér rétt til þess að senda upplýsingar um hlaupaviðburði á sínum vegum með tölvupósti á miðakaupendur.
 5. Persónuupplýsingar sem þátttakendur gefa upp verða meðhöndlaðar af fullum trúnaði og ekki miðlað til þriðja aðila.
 6. Allar myndir sem teknar eru af opinberum ljósmyndurum The Color Run af þátttakendum í hlaupum þess áskilur The Color Run sér rétt til að nota í markaðs- og kynningarefni hlaupsins.
 7. Vörumerki, merki fyrirtækja og viðskiptaheiti sem birt eru á vefsíðu The Color Run (www.thecolorrun.is) njóta verndar á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi. Hvers kyns notkun þeirra er óheimil nema að fenginni skriflegri heimild frá The Color Run.
 8. The Color Run ber ekki ábyrgð á efni neinna vefsíðna sem tengdar eru vefsíðu The Color Run sem ekki er haldið úti af The Color Run. Opinber heimasíða á vegum The Color Run er http://www.thecolorrun.is/, Facebook síðan „The color run Iceland“ sem og viðburður á Facebook „The Color Run Iceland“
 9. The Color Run er heimilt að endurskoða eða breyta skilmálum þessum vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna, s.s. náttúruhamfara eða veðurs. Verði breytingar á skilmálum verða þær tilkynntar til þátttakenda með tölvupósti.

Greiðsluskilmálar

 1. Skráningarferli í The Color Run fer í gegnum heimsíðuna tix.is og gilda almennir skilmálar um miðakaup
 2. Þátttökugjöld í The Color Run eru ekki endurgreidd. Ekki er hægt að geyma þátttökugjöld hlaupa fram á næsta ár né gera nafnabreytingu á skráningum.
 3. Ef hlaupið fer ekki fram samkvæmt áætlun vegna ófyrirsjáanlegra atburða, svo sem náttúruhamfara, munu greidd þátttökugjöld í hlaupið ekki verða endurgreidd. Leitast verður við að finna nýja dagsetningu fyrir hlaupið.
 4. Með kaupum á miða í litahlaupið, samþykkja kaupendur að fá sendan tölvupóst af og til frá aðstandendum hlaupsins og aðalsamstarfsaðilum þess. Ef þú af einhverjum ástæðum vilt ekki samþykkja þetta, þá getur þú haft samband við skrifstofu The Color Run á Íslandi.

Viltu hafa samband?

Fyrirspurnum eða athugasemdum varðandi þessa skilmála eða annað sem viðkemur The Color Run á Íslandi má koma á framfæri með því að nota neðargreindar upplýsingar.

Heimilisfang:
Basic Events ehf.
Skeifan 17
108 Reykjavík

Tölvupóstfang:
island@thecolorrun.com

Samstarfsaðilar